Ég var eitt sinn barn, alveg eins og þið
en myrkrið gleypti mig alla,
lét mig falla í nýstingskalt tómið,
fraus, en nú er ég laus.
Ég er rödd sem var bæld niður í hundruði ára,
af kuldanum kvödd í holdgervi tára
kökkul í háls, en nú er ég frjáls
og ég frýs ykkar brothættu sálir.
Er ég rís upp úr öldunum, hál eins og ís,
brjáluð og brýst út í brimkenndan dans,
ég er ekki lengur hans.
Ég er Kælan Mikla.
Komin á kreik, í kvikyndisleik,
gerð til að kvelja, meðal manna dvelja,
er ég frysti, rist´ykkur á hol.
Mála bjarta veröld ykkar svarta.
Ég er kveðskapur brotinna hjarta.
Ég er Kælan Mikla.
I was once a child, just like you
But the darkness swallowed me whole
Made me fall into the shivering depths
I froze, but now I am free.
I’m a voice that was silenced for hundreds of years,
Left by the cold, in the form of tears
A lump in the throat, but now I am free
And I freeze your fragile souls.
As I rise from the ripples, slippery as ice
Insane as I break into a wavering dance
I no longer belong to him.
I am the lady of the cold
Out on the prowl, in a mischievous game
Made to torment, roam amongst humans
As I freeze you, rip up your chests.
Paint your bright world black.
I’m the poetry of broken hearts.
I am the lady of the cold.
Ég heyri myrkrið hvísla kalla
finn mig knúna til að falla
rigna yfir veröld alla
leysast upp.
Tómið opnast upp á gátt
myrkrið tekur allan mátt.
Ég er knúin að falla.
Veruleiki visnar
moldin hvíslar komdu heim.
Ég er knúin til að falla
Þú ert knúin til að falla.
I hear the darkness whisper, call
Find myself bound to fall
To rain over the whole world
Dissolve.
The void opens wide up
The darkness takes away all force.
I am bound to fall.
Reality withers
The soil whispers come home.
I am bound to fall
You are bound to fall.
Þú hrekkir mig og blekkir
drekkir mér og ég kafna,
það er svo langt til næstu hafna
og ég hef ekki löngun til að synda.
Svo ég held áfram að binda mig við öldurnar
þar sem ég flýt og fylgi veðrinu.
Nú er logn og ég lygni aftur
kraftlausum augum
sem að hanga yfir bólgnum baugum
þar sem ég drekkti mér í gær
í drykkjum sem drepa
og leka svo niður
í farveg dansspora
sem stjórnast af lauslátum líflátum.
You fool me and deceive me
Drown me and I suffocate,
It’s so far to the next harbour
And I have no longing to swim
So I continue tying myself to the waves
As I float and follow the weather.
Now it’s calm and I slowly close
My weakened eyes
That hang above my dark circles
Since I drowned myself yesterday
In drinks that kill
And leak down
the path of a dance
Controlled by promiscuous executions.
Ljósið blindar lýgur
myrkrið sýnir sannleikann
sem týnist sýnist
skaðlegur en síðar
munt þú skilja.
Ég er fín kona
en klædd í kókaín,
vín, vona að vorið komi brátt
bráðum verði hlýtt,
eitthvað nýtt.
Ég er sú sem alltaf þagði,
ég er sú sem aldrei sagði;
Ég leita í harðari efni
í vöku og svefni.
The light blinds, lies
But the darkness shows the truth
That gets lost, seems
Dangerous but later
You’ll understand.
I’m a fancy lady
Dressed in cocaine
Wine, hoping spring will come soon
Soon it will get warmer
Something new.
I’m the one who was always silent
I’m the one who never said;
I look for harder substances
Awake and asleep.
Visions awake and asleep.
Þú finnur ekki lengur mun á ljósi eða dimmu,
þú finnur hjartað kólna og breytast í hrafntinnu.
Nóttin víkur fyrir þér, þú verður nóttin.
Þetta er bæði upphafið og flóttinn.
Því þú dansar rauðan dans,
og þú drekkir þér í dauða hans.
En svo brennur allt til ösku,
og þú umturnast í öskur.
You no longer feel the difference between light and shadow,
You feel your heart get colder and turn into obsidian.
The night gives way to you, you become the night.
This is both the beginning and the escape.
Because you dance a red dance,
And you drown yourself in his demise.
But then everything burns to ashes,
And you dissolve into a scream.
Hún grætur milli húsasunda
tárin renna milli múrsteina
hún vonar að vorið vakni
sorgin upp rakni.
Afhverju er alltaf kalt?
Afhverju er ljósið svart?
She cries between the alleyways
The tears flow between bricks
She’s hoping that spring will wake up
Sorrow will dissolve.
Why is it always cold?
Why is the light black?
Drekki mér í eitri til ég týnist.
Drekktu mér í eitri til ég týnist.
Reykjavík engu lík sýnist
en martraða draumóra-drunganum háð.
Ég er bráð. Óráð! Óráð!
Hennar bráð. Óráð! Óráð!
Dreymir um að gleyma mér,
streyma í allt annan hugarheim.
Veit ekki hvað er heim.
Hraðar og hraðar ég leita,
reika að vitlausum hornum,
en kem að þeim horfnum.
Horfnum hornum.
Drown me in poison until I’m lost.
Drown me in poison until I’m lost.
Reykjavík seems like nothing else
But I’m addicted to its nightmare dreamy-darkness.
I’m enraged. Senseless! Senseless!
I’m her prey. Delirium! Delirium!
Dream of forgetting myself
Flowing into a different mindset.
Don’t know what home is.
Faster and faster I’m searching
Roam into the wrong corners,
But find them to be faded.
Faded corners.
Glimmer og aska.
Tóm bjórflaska
Drottningadraumórar.
Dansandi taumlausar.
Grámyglaðir lokkar
götóttir sokkar.
Þið eruð föst í svörtum hring
spegilmynd og sjónhverfing.
Baða mig í gleri
enginn sér mig.
Í herbergi fullu
af handklæðum og lökum
af mínum eigin sökum
og heilans ragnarrökum.
Gefðu fiskunum að borða.
Það ætti að flengja,
stelpur eins og þig.
Ekki koma nær.
Mig langar bara að leika
ég er þreytt á því að reika
og leita að morgundeginum
sem aldrei kemur.
Ekki koma nær.
Þið sitjið kannski á fremsta bekk
en þið fáið ekki að snerta.
Ekki koma nær
Glitter and ashes.
An empty beer bottle.
Dreams of queens
Dancing wild.
Mold-grey locks
Torn socks.
You are trapped in a black circle
A mirror image and an illusion.
Bathe in glass.
No one sees me.
In a room full
Of towels and sheets,
Of my own guilt,
And the apocalypse of the mind.
Feed the fish.
Girls like you
Should be spanked.
Don’t come near.
I just wanna play.
I am tired of roaming
And searching for the tomorrow
That never comes.
Don’t come near.
You may sit in the front row.
But you won’t get to touch.
Don’t come near.